• Tilraunir
  • Um síðuna
Á þessari síðu má finna kennslu- og námsefni í náttúruvísindum fyrir börn, með lýsingum á tilraunum. Þetta eru stuttar og einfaldar lýsingar á tilraunum í vísindum fyrir ásamt lýsingu á efnum og áhöldum. Þær henta fyrir börn í grunnskóla, í eina kennslustund hver. Allar tilraunirnar eru þannig að ekki þarf í þau flókin áhöld og má því líka skemmta sér við að gera þær heima. 

Við uppsetningu tilraunalýsinganna var lagt upp með að þær væru á skýru máli, hugtök væru útskýrð, dæmi væru notuð og boðið uppá ítarefni. Hvert námskeið mun gefa börnum tækifæri til að læra og nota hugtök í náttúrufræði og vísindum og vinna með náttúrufyrirbæri. 

Lagt var upp með að nýta upplýsingatæknina til hins ýtrasta, að því marki sem vefsíða býður upp á. Tilraunalýsingin sjálf er á textaformi en í öllum lýsingunum er ítarefni í formi myndbands, ýmist af youtube eða útbúið sérstaklega fyrir vefsíðuna. 






Efni á þessu vefsvæði er með höfundarleyfi samkvæmt Creative Commons Attribution 4.0 International License.


 


Powered by Create your own unique website with customizable templates.